Um Eflingu
Efling Sjúkraþjálfun ehf. var stofnuð árið 1995 af Einari Einarssyni, Sigrúnu Jónsdóttur og Stefáni Ólafssyni.
Framkvæmdastjóri er Ásta Þorsteinsdóttir, sjúkraþjálfari.

Sjúkraþjálfarar í Eflingu bjóða upp á alla almenna sjúkraþjálfun. Fólk með ýmis stoðkerfisvandamál svo sem vandamál í baki, hálsi, öxlum, mjöðmum, hnjám og ökklum leitar oft hjálpar hjá sjúkraþjálfurum Eflingar. Einstaklingar sem eru að ná sér eftir beinbrot, liðskiptaaðgerðir og ýmsar aðrar aðgerðir á stoðkerfi eru einnig algengir viðskiptavinir Eflingar. Íþróttaslys og álagseinkenni ýmiskonar hjá íþróttafólki þarfnast skjótra úrræða og hafa sjúkraþjálfarar Eflingar veitt íþróttafólki eins góða og faglega þjónustu og kostur er.
Við reynum að hafa sem breiðasta og besta þjónustu og hafa sjúkraþjálfarar reynt að sérhæfa sig á mörgum sviðum og verið duglegir að sækja námskeið til að viðhalda og bæta þekkingu sína.
