Almenn sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar í Eflingu bjóða upp á alla almenna sjúkraþjálfun. Fólk með ýmis stoðkerfisvandamál svo sem vandamál í baki, hálsi, öxlum, mjöðmum, hnjám og ökklum leitar oft hjálpar hjá sjúkraþjálfurum Eflingar. Einstaklingar sem eru að ná sér eftir beinbrot, liðskiptaaðgerðir og ýmsar aðrar aðgerðir á stoðkerfi eru einnig algengir viðskiptavinir Eflingar. Íþróttaslys og álagseinkenni ýmiskonar hjá íþróttafólki þarfnast skjótra úrræða og hafa sjúkraþjálfarar Eflingar veitt íþróttafólki eins góða og faglega þjónustu og kostur er.
